Úr starfi Árvakurs

Árvakur

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur meðal annars fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðvana K100 og Retro. Landsprent er dótturfélag Árvakurs.

Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Nýtt félag í Reykjavík, sem litlu síðar fékk nafnið Árvakur hf., festi kaup á blaðinu 1919 og hefur gefið blaðið út síðan. Morgunblaðið nær til tæplega 40% landsmanna í hverri viku.
mbl.is er mest sótti vefur landsins og hefur verið frá því hann var opnaður 2. febrúar 1998. Flettingar á mbl.is í viku hverri nema alls 17 milljónum.
Finna.is er ein öflugasta leitarvél landsins, en hún inniheldur sérhæfðan fyrirtækjagrunn og er með sérstaka áherslu á þjónustu- og vöruleit.
Landsprent ehf. er sérhæfð blaðaprentsmiðja sem býður upp á prentun og dreifingu ásamt fjölbreyttri þjónustu við útgáfu á kynningar- og auglýsingaefni.
Bloggvef mbl.is, Blog.is, var hleypt af stokkunum í byrjun apríl 2005. Vefurinn varð fljótlega vinsælasti blogg- og umræðuvefur landsins.
Iceland Monitor er fréttavefur á ensku bæði fyrir erlenda ferðamenn og þá sem eru búsettir á Íslandi, viðburðavefur og upplýsingar um ferðaþjónustuaðila, afþreyingu, hótel og veitingastaði hvarvetna á Íslandi.
Edda starfrækir áskriftarklúbba og gefur út bækur og blöð, sér í lagi með vönduðu les- og myndefni frá Disney.
K100 er öflug útvarpsstöð sem sérhæfir sig í að spila létta dægurtónlist fyrir landsmenn – bara það besta frá 90’s til dagsins í dag. K100 nær til 26% fólks á aldrinum 12-49 ára í hverri viku.
Síung útvarpstöð sem spilar vinsæla og ódauðlega tónlist frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.